Fótbolti

Garðar með þrennu í stórsigri Norrköping

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/GVA

Garðar B. Gunnlaugsson skoraði í dag þrennu fyrir lið sitt, Norrköping, í 6-2 sigri á Bunkeflo IF í næstefstu deild í Svíþjóð. Garðar skorað mörkin á 15 mínútna kafla, það fyrsta á 39. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Bunkeflo IF.

Garðar bætti svo við mörkum á 50. og 54. mínútu. Norrköping situr sem fastast í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir tíu leiki. Sirius er í öðru sæti með 20 stig eftir 10 leiki.

Garðar er markahæstur í deildinni með 11 mörk í 9 leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×