Erlent

Merkur forleifafundur í Marokkó

Oddur S. Báruson skrifar

Gataðar skeljar sem fundust í helli í Marokkó á dögunum gætu verið elstu skartgripir sem vitað er um. Telja viðkomandi vísindamenn þær vera smíðaðar fyrir um það bil 82 þúsund árum. Ef satt reynist er einnig líklega að fólk í Afríku hafi byrjað að mynda og nota tákn löngu fyrr en fólk í Evrópu og víðar, en skeljarnar eru prýddar nokkrum táknum.

Þessar smáu og egglaga skeljarnar eru rauðlitaðar og gataðar, líklega til að geta þrætt þær upp á band sem armband eða hálsfesti.

Hinir fundvísu eru vísindamenn frá Marokkó, Bretlandi, Frakklandi og þýskalandi sem voru að rannsaka hvernig loftslags-, og landslagsbreytingar höfðu áhrif á þróun mannkyns í árdaga þess. Í tilkynningu frá hópnum segir að fundurinn á skeljunum sé stórt skref í átt að skilningi á fyrstu uppfinningum mannkyns og þætti þeirra þróun mannkynsins.

Breska Menningarmálaráðuneytið hefur reyndar þegar tilkynnt að skartgripirnir verði viðurkenndir sem þeir elstu. En svipaðir gripir hafa fundist undanfarið í Alsír, Suður-Afríku og Palestínu.

Marokkó hefur undanfarið verið í sviðsljósinu í fornleifamálum. Þar fannst til að mynda afar mikilvægur steingervingur af risaeðlu. Þó er lítið vitað um líf manna á svæðinu fyrir tíma Berba, sem settust þar að á tímum Krists.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×