Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 11:36 Dómur var kveðinn upp í Kaupmannahöfn dag. EPA/Liselotte Sabroe Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vörslu barnaníðsefnis. Dómur þess efnis var kveðinn upp í héraðsdómi í Kaupmannahöfn í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Sass Larsen var fundinn sekur fyrir tvo ákæruliði er snúa að vörslu barnaníðsefnis en sýknaður af því er snéri að dúkkunni. Dómurinn, sem er óskilorðsbundinn, er í samræmi við þá lágmarkskröfu refsingar sem saksóknari hafði farið fram á. Verjandi Sass Larsen segir að ekki hafi verið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýað. Skömmu áður en dómur var kveðinn upp kvaddi Henrik Sass Larsen sér hljóðs þar sem hann baðst afsökunar. „Það er nokkuð sem mig langar að segja. Ég hef það stutt. Ég hef um langa hríð, opinberlega og fyrir rétti, talað um mína persónulegu erfiðleika og þau mistök sem ég hef gert. Það hefur haft gríðarlegar afleiðingar á fleiri en mig,“ sagði Sass Larsen að því er haft er eftir í frétt TV 2. Málsvörn hans byggðist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. „Ég vil gjarnan biðja alla þá sem hafa verið beittir misnotkun afsökunar. Ég þekki mörg ykkar. Ætlunin var, að ég myndi hafa uppi á þeim sem gerðu mér þetta. Fyrirgefið, mér þykir þetta leitt.“ Þá minntist hann sérstaklega á þá sem hafi treyst á hann. Hann hafi valdið skaða og grafið undan því sem unnið hafi verið að í sameiningu. Þetta eigi þau og sú samheldni ekki skilið. Um leið ítrekaði hann afsökunarbeiðni sína til þeirra, og allra Dana, sem fylgist með málinu. Loks bað hann fjölskyldu sína og alla nákomna afsökunar. Hann hafi sett þau í ömurlegar aðstæður og málið hafi reynt um of á þá sem standi honum næst. Á því vildi hann einnig biðjast afsökunar.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira