Þingvallastjórn vill endurskoða landbúnaðarkerfi og lífeyriskjör þingmanna 23. maí 2007 11:00 Áhersla verður lögð á að tryggja stöðugleika í íslenska efnahagslífinu og farið verður í endurskoðun á landbúnaðarkerfinu ásamt því að lengja fæðingarorlof í áföngum. Þetta kom fram á fréttamannafundi á Þingvöllum í morgun þar sem formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þau hófu fundinn á því að rita undir stefnuyfirlýsinguna og greindu svo frá helstu efnisatriðum hennar. „Með þessari undirritun er þetta orðin Þingvallastjórn," sagði Geir H. Haard forsætisráðherra. Tryggja á stöðugleika í efnahagslífi Flokkarnir hafa einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn sem hafi kröftugt efnahagslíf að markmiði og öflugt velferðarkerfi. Áhersla verði á jafnrétti í reynd og jöfnuð. Leita á eftir sátt í landinu í efnahagsmálum og stóriðjumálum. Áhersla verður lögð á að Ísland verði áfram í fararbroddi þeirra landa þar sem lífskjörin eru best. Brýnasta verkefnið er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu bæði fyrir heimili landsins og atvinnulíf. Ríkisstjórnin mun styðja menningu og listir sem aðdráttarafl fyrir landið. Stutt verður vel við íslensk fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og stefnt að því að styrkja hátæknaiðnað. Þá á að efla Fjármálaeftirlitið svo íslenski markaðurinn njóti góðs traust. Endurskoða landbúnaðarkerfi og lækka skatta Unnið verður að endurskoðun landbúnaðarkerfisinsmeð það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Stefnt er að því að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga og afnema stimpilgjöld. Þá á að efla upplýsingatækni og verkaskipting ráðuneyta verður endurskipulög. Þá á að setja opinberum embættismönnum siðareglur. Þá verður tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð með það að markmiði styrkja tekjustofn sveitarfélaga. Þá verða eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Ingirbjörg Sólrún og Geir á hlaði bústaðar fosætisráðherra á Þingvöllum eftir að þau kynntu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar.MYND/HT Heildstæð stefna í málefnum barna og eyðing biðlista Móta á heildstæða stefnu í málefnum barna og þá á að auka stuðning við langveik börn og börn með geðraskanir. Unnið verði að því að eyða biðlistum þar að lútandi. Fæðingarorlof verður lengt í áföngum. Enn fremur á að veita gjaldfrjálst eftirlit með tönnum barna og auka niðurgreiðslur á tannviðgerðum. Jafnframt á að hækka barnabætur til þeirra sem hafa lágar tekjur og nemendur í framhaldsskólum fá stuðning til kaupa á námsgögnum. Stefnt verður að því tryggja 25 þúsund króna lágmark í lífeyrisgreiðslur til allra og minnka skerðingarhlutföll í almannatryggingarkerfinu niður í 35 prósent. Enn fremur á að einfalda almannatryggingakerfið og hraða uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Þá á að gera þjónustu við aldraða meira einstaklingsmiðaða. Launamunur minnkaður um helming á kjörtímabilinu Í jafnréttismálaum verður stefnt að því að minnka kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming á kjörtímabilinu. Auk þess á að vinna að því með aðilum vinnumarkaðarins að minnka launamuninn á almennum vinnumarkaði. Þá er stefnt að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Þá á að leggja aukna áherslu á list- og verkmenntun á öllum skólastigum og draga úr miðsstýringu í skólakerfinu. Þá verður leitað leiða til að lækka lyfjaverð. Þá er gert ráð fyrir fjölbreytilegri rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt á að tryggja allir hafi jafnan aðgang að henni, óháð efnahag. Stórátak í samgöngumálum Ráðast á í stórátak í samgöngumálum og þá verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þá verða skilgreind þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Þá verður gerð skýr áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og enn fremur verður unnið að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda. Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. Þá verður friðland Þjórsárvera stækkað þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna. Í innflytjendamálum verður lögð áhersla að bæta aðgengi innflytjenda að íslensku samfélagi og að koma í veg fyrir félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði. Samráðsvettvangi um Evrópumál komið á Í Evrópumálum verður komið á föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin á að hafa samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum. Ekkert er sagt um lista hinna staðföstu þjóða en hins vegar að ný ríkisstjórn harmi stríðsreksturinn í Írak og vilji leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Áhersla lögð á að leiða til lykta deilur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ætlunin er að kalla Alþingi saman í næstu viku þar sem jafnvel verða tekin fyrir tvö til þrjú mál sem meðal annars lúta að breyttri verkaskiptingu ráðuneyta. Stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar má nálgast hér að neðan. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Áhersla verður lögð á að tryggja stöðugleika í íslenska efnahagslífinu og farið verður í endurskoðun á landbúnaðarkerfinu ásamt því að lengja fæðingarorlof í áföngum. Þetta kom fram á fréttamannafundi á Þingvöllum í morgun þar sem formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þau hófu fundinn á því að rita undir stefnuyfirlýsinguna og greindu svo frá helstu efnisatriðum hennar. „Með þessari undirritun er þetta orðin Þingvallastjórn," sagði Geir H. Haard forsætisráðherra. Tryggja á stöðugleika í efnahagslífi Flokkarnir hafa einsett sér að mynda frjálslynda umbótastjórn sem hafi kröftugt efnahagslíf að markmiði og öflugt velferðarkerfi. Áhersla verði á jafnrétti í reynd og jöfnuð. Leita á eftir sátt í landinu í efnahagsmálum og stóriðjumálum. Áhersla verður lögð á að Ísland verði áfram í fararbroddi þeirra landa þar sem lífskjörin eru best. Brýnasta verkefnið er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu bæði fyrir heimili landsins og atvinnulíf. Ríkisstjórnin mun styðja menningu og listir sem aðdráttarafl fyrir landið. Stutt verður vel við íslensk fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni og stefnt að því að styrkja hátæknaiðnað. Þá á að efla Fjármálaeftirlitið svo íslenski markaðurinn njóti góðs traust. Endurskoða landbúnaðarkerfi og lækka skatta Unnið verður að endurskoðun landbúnaðarkerfisinsmeð það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Stefnt er að því að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga og afnema stimpilgjöld. Þá á að efla upplýsingatækni og verkaskipting ráðuneyta verður endurskipulög. Þá á að setja opinberum embættismönnum siðareglur. Þá verður tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga endurskoðuð með það að markmiði styrkja tekjustofn sveitarfélaga. Þá verða eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. Ingirbjörg Sólrún og Geir á hlaði bústaðar fosætisráðherra á Þingvöllum eftir að þau kynntu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar.MYND/HT Heildstæð stefna í málefnum barna og eyðing biðlista Móta á heildstæða stefnu í málefnum barna og þá á að auka stuðning við langveik börn og börn með geðraskanir. Unnið verði að því að eyða biðlistum þar að lútandi. Fæðingarorlof verður lengt í áföngum. Enn fremur á að veita gjaldfrjálst eftirlit með tönnum barna og auka niðurgreiðslur á tannviðgerðum. Jafnframt á að hækka barnabætur til þeirra sem hafa lágar tekjur og nemendur í framhaldsskólum fá stuðning til kaupa á námsgögnum. Stefnt verður að því tryggja 25 þúsund króna lágmark í lífeyrisgreiðslur til allra og minnka skerðingarhlutföll í almannatryggingarkerfinu niður í 35 prósent. Enn fremur á að einfalda almannatryggingakerfið og hraða uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Þá á að gera þjónustu við aldraða meira einstaklingsmiðaða. Launamunur minnkaður um helming á kjörtímabilinu Í jafnréttismálaum verður stefnt að því að minnka kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming á kjörtímabilinu. Auk þess á að vinna að því með aðilum vinnumarkaðarins að minnka launamuninn á almennum vinnumarkaði. Þá er stefnt að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Þá á að leggja aukna áherslu á list- og verkmenntun á öllum skólastigum og draga úr miðsstýringu í skólakerfinu. Þá verður leitað leiða til að lækka lyfjaverð. Þá er gert ráð fyrir fjölbreytilegri rekstrarformum í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt á að tryggja allir hafi jafnan aðgang að henni, óháð efnahag. Stórátak í samgöngumálum Ráðast á í stórátak í samgöngumálum og þá verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þá verða skilgreind þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Þá verður gerð skýr áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og enn fremur verður unnið að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda. Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. Þá verður friðland Þjórsárvera stækkað þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna. Í innflytjendamálum verður lögð áhersla að bæta aðgengi innflytjenda að íslensku samfélagi og að koma í veg fyrir félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði. Samráðsvettvangi um Evrópumál komið á Í Evrópumálum verður komið á föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin á að hafa samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum. Ekkert er sagt um lista hinna staðföstu þjóða en hins vegar að ný ríkisstjórn harmi stríðsreksturinn í Írak og vilji leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi. Áhersla lögð á að leiða til lykta deilur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ætlunin er að kalla Alþingi saman í næstu viku þar sem jafnvel verða tekin fyrir tvö til þrjú mál sem meðal annars lúta að breyttri verkaskiptingu ráðuneyta. Stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar má nálgast hér að neðan.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira