Innlent

Formennirnir halda áfram viðræðum

Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki.

Fyrri fundur þeirra hófst klukkan hálftíu í morgun og kom formaður Framsóknarflokksins út úr Stjórnarráðinu laust upp úr klukkan tíu eftir um það hálftíma fund með formanni Sjálfstæðisflokksins. Jón sagði eftir þann fund að þeir hefðu ekki síður verið til að fara yfir dagleg verkefni ríkisstjórnarinnar. Ekki er vitað til þess að aðrir ráðherrar hafi tekið þátt í viðræðum milli flokkanna og virðist sem formennirnir haldi þeim algerlega fyrir sig og hleypi öðrum forystumönnum ekki að viðræðuborðinu á þessu stigi. Formennirnir hittust svo aftur síðdegis og stóð sá fundur aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur.

Þeir gera ekki ráð fyrir að hittast á morgun, uppstigningardag, enda sé það frídagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×