Innlent

Kvíabryggja stækkuð

Kvíabryggja.
Kvíabryggja. MYND/365

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fangelsisins á Kvíabryggju og verður meðal annars sex herbergjum bætt við þau sem fyrir eru. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.

Í fréttinni er haft eftir Geirmundi Vilhjálmssyni, forstöðumanni Kvíabryggju, að ásamt fjölgun herbergja verði setustofan ennfremur stækkuð og komið upp nýrri hreinlætisaðstöðu og nýju anddyri.

Eftir breytingarnar mun fangelsið rúma 22 fanga í stað 14. Þá mun aðbúnaður fyrir starfsmenn og fanga stórlagast.

Sjá nánar frétt á Skessuhorn hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×