Innlent

Innkalla barnamat vegna aðskotahlutar í einni krukku

Kaupás hefur í samráði við Matvælaeftirlit borgarinnar innkallað barnamat af tegundinni Organic Baby eftir að aðskotahlutur fannst í einni krukkunni.

Barnamaturinn hefur verið seldur í verslunum Nóatúns og Krónunnar og eru krukkur með best fyrir dagsetningunni 02-2009 og lotunúmerið 0396X2413 kallaðar inn.

Eru neytendur beðnir um að skila vörunni til Kaupáss að Bíldshöfða 20 eða láta fyrirtækið vita í síma 4581-000 þannig að hægt sé að nálgast vöruna hjá viðkomandi.

Aðskotahlutur úr einnig krukku fannst í annarri og vill Kaupás koma í veg fyrir skaða ef aðskotahlutir leynist í fleiri krukkum af viðkomandi tegund. Vara úr sömu framleiðslulotu hefur þegar verið fjarlægð úr hillum verslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×