Innlent

Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli

MYND/VG

Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári.

Fram kemur í frétt greiningar Glitnis að svo virðist sem almenningur noti kreditkort í auknum mæli umfram debetkort. Debetkortanotkun í innlendum verslunum hefur dregist saman jafnt og þétt að raungildi.

Alls nam velta kreditkorta í síðasta mánuði 22,2 milljörðum sem jafngildir tæplega 8 prósent aukningu frá fyrra mánuði. Miðað við sama mánuð í fyrra nemur aukningin rífelga 10 prósentum reiknað á föstu verði. Bankinn bendir hins vegar á að páska bar upp á apríl í ár en mars í fyrra.

Þá telur bankinn ólíklegt að um verulegan samdrátt verði að ræða í einkaneyslu á þessu ári. Staða heimilanna sé sterk og kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist að undanförnu.

Sjá frétt greiningar Glitnis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×