Innlent

Keypti bensín fyrir á fjórða hundrað þúsund út á stolið kort

MYND/GVA

Lögreglan á Akranesi hafði á dögunum afskipti af manni sem stolið hafði greiðslukorti og keypt bensín á það fyrir á fjórða hundrað þúsund.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að árvökulir starfsmenn Olís á Akranesi hafi veitt því athygli að verslað hafði verið út á stolið greiðslukort í einum af sjálfsölum Olís.

Myndir af manninum og bíl hans fundust í öryggismyndavélum og hafði lögregla uppi á honum. Kom þá í ljós aað maðurinn hafði stolið kortinu úr vörubifreið og notað það í einhverja daga bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Eigandi kortsins hefur gert kröfu um bætur vegna nokunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×