Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Höskuldur Kári Schram skrifar 15. maí 2007 12:59 Íbúar við Álafosskvos eru ekki sáttir við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir. MYND/VG Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. „Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur algjörlega brugðist þeim loforðum sem hún gaf," sagði Sigrún Pálsdóttir, gjaldkeri Varmársamtakanna, í samtali við Vísi. „Nú er hún bara komin á þing og telur sig greinilega ekki lengur skuldbundna þeim loforðum sem hún gaf í aðdraganda kosninga." Íbúar við Álafossveg í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í gærkvöldi eftir að vinnumenn á vegum verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. byrjuðu leggja lagnir á svæðinu. Telja íbúarnir að framkvæmdirnar séu í tengslum við umdeildar vegaframkvæmdir við Álafosskvos. Í morgun hófust framkvæmdirnar að nýju og var þá aftur kallað á lögreglu. Framkvæmdir við Álafossveg voru stöðvaðar í síðastliðnum febrúarmánuði eftir hörð mótmæli íbúa á svæðinu. Telja íbúarnir meðal annars að framkvæmdirnar muni hafa skaðlega áhrif gróður og umhverfi í Álafosskvosinni. Samkomulag náðist um að framkvæmdirnar yrðu settar í umhverfismat og síðan kynntar íbúum. Það mat liggur ekki fyrir og telja íbúarnir að sú lagnavinna sem hófst í gær sé aðeins yfirvarp og að bæjaryfirvöld ætli sér að ýta framkvæmdunum í gegn þvert á gefin loforð. Sigrún segir klárlega um ólöglegar framkvæmdir að ræða. „Þeir eru í ólöglegum vegaframkvæmdum á svæði sem tilheyrir ekki deiliskipulagi. Þetta eru ekki venjulegar lagnir heldur hrein og klár vegagerð," sagði Sigrún í samtali við Vísi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og nýkjörin þingmaður, sagði í samtali við Vísi íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. Hún segir aðeins verið að ganga frá fráveitumálum úr hverfinu og framkvæmdirnar séu ekki í neinum tengslum við vegaframkvæmdirnar. „Þetta eru ólíkar framkvæmdir. Fráveitan verður að fara þessa leið óháð því hvar brautin kemur til með að liggja. Íbúar fengu tilkynningu vegna þessara framkvæmda í síðustu viku." Ragnheiður segir ennfremur að verið sé að leggja lokahönd á umhverfisskýrslu vegna framkvæmdanna við Álafossveg. Þá hafi skipulagsnefnd bæjarins fjallað um nýtt deiliskipulag á svæðinu í kringum Álafosskvos í morgun og muni fjalla um það aftur í næstu viku.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira