Innlent

Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum

MYND/GVA

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar.

Lögregla segir í dagbók að jafnframt hafi komið í ljós að annar aðilanna sem þarna áttu hlut að máli var með útrunnið veiðikort og vill lögreglan í framhaldi af því minna veiðimenn á að endurnýja veiðikort sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×