Innlent

Heimasíða Kolviðar opnuð og fyrsta bifreiðin kolefnisjöfnuð

Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð með formlegum hætti í Grasagarði Reykjavíkur í morgun að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.

Sjóðurinn, sem var stofnaður fyrir tilstuðlan Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, á að gera landsmönnum kleift að jafna kolefnislosun sína vegna bílnotkunar með því að gróðursetja tré og vinna þannig gegn loftlagsbreytingum.

Á heimasíðu Kolviðar má reikna út hvað hver bíll losar mikið af koldíoxíði á ári og hvað þarf mörg tré til að jafna þá losun. Landsmenn geta svo greitt andvirði þeirra trjáa til þess að jafna kolefnismengun sína.

Við opnun heimasíðunnar í morgun kolefnisjafnaði Ólafur Ragnar Grímsson fyrstu bifreiðina en hann hefur látið loftslagsmál sig miklu varða á síðustu árum. Nokkur fyrirtæki og ríkisstofnanir hyggjast ganga á undan með góðu fordæmi og kolefnisjafna bifreiðar sínar en þeirra á meðal eru Kaupþing, Orkuveitan og forsætisráðuneytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×