Innlent

Heilsast vel á afmælisdeginum

Forseti Íslands hafði í nógu að snúast í dag þegar barnahópur heimsótti hann á afmælisdeginum. Heilsa forsetans er með besta móti en aðeins er rúm vika síðan hann var fluttur á spítala með hraði. Hann segir atvikið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort hann bjóði sig aftur fram sem forseta.

Rúmlega tuttugu börn íslensk börn munu í sumar dvelja í sumarbúðum í Bandaríkjunum sem reiknar eru af CISV sem eru alþjóðleg friðarsamtök. Börnin gerðu sér glaðan dag og heimsóttu Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á Bessastaði í dag. Upphaflega áttu börnin að heimsækja forsetann fyrir viku eða degi eftir að hann var fluttur á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×