Innlent

Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir

MYND/Pjetur

Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag.

Samkvæmt samninginum mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar næstu þrjú árin um fjárhæð sem nemur 6 milljónum á ári eða alls 18 milljónir á samningstímanum.

Styrkurinn er veittur til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna en auk þess skal honum varið til ungmennastarfs sveitanna.

Um er að ræða Björgunarsveitirnar Ársæll og Kjölur, Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×