Lífið

Hundar stressaðir vegna kröfuharðra eigenda

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Svissneskir dýralæknar segja að hundar þjáist af stressi og streitueinkennum vegna kröfuharðra eigenda sinna. Linda Hornisberger frá Dýralæknastofu í Bern segir að hundar fái magaverki, spennueinkenni og höfuðverki vegna álagsins.

Hún segir að í flestum tilfellum sé kröfuhörðum eigendum um að kenna. Þó geti þrengsl í borgum haft áhrif. Hundarnir séu stöðugt hafðir í ól utandyra og geti ekki hlaupið frjálsir um. Auk þess geti mikill fjöldi hunda ýtt undir álag.

Andreas Loehrer frá Dýralæknastofu í Interlaken hefur einnig rannsakað stress í hundum. Hann segir að í sumum tilfellum geti einnig álagseinkenni eigenda þeirra haft áhrif á dýrin. Álagseinkennin eru þau sömu hjá mönnum og hundum.

Hann segir eitt af álagseinkennunum vera það að hundarnir sleiki sig svo mikið að hár detti af á afmörkuðu svæði, þessu megi líkja við þegar folk nagi neglurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.