Innlent

Gæslan gæti nýtt risaskýli á Keflavíkurflugvelli

MYND/Víkurfréttir

Ekkert er því til fyrirstöðu að Landhelgisgæslan geti flutt starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar ef vilji til þess er fyrir hendi. Þetta hafa Víkurfréttir eftir sínum heimildarmönnum.

Á vef Víkurfrétta segir að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafi yfir að ráða margs konar aðstöðu sem nýst gæti undir rekstur ýmissa stofnanna, þar með talið Landhelgisgæslunnar. Haft er eftir Kjartani Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins, að málin séu til skoðunar, meðal annars í nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Bent er á að fyrir hendi á flugvallarsvæðinu sé fullkomið viðhaldsskýli sem tekið gæti við allri flugstarfsemi Gæslunnar og meiru til. Haft var eftir Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum að aðstaða Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli sé alls ófullnægjandi í ljósi vaxandi verkefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×