Mikill sigur fyrir fólk sem þurfi þjónustu sálfræðinga Björn Gíslason skrifar 9. maí 2007 16:22 MYND/E.Ól Halldór Kr. Júlíusson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsins á hendur ríkinu og Samkeppniseftirlitinu mikinn sigur fyrir það fólk sem þurfi á þjónustu sálfræðinga að halda. Næsta eðlilega skref sé að heilbrigðisráðuneytið boði sálfræðinga til viðræðna um greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Héraðsdómur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem fellt hafði úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöldum bæri að semja við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði vegna viðtalsmeðferða líkt og gert væri hjá geðlæknum. Taldi Samkeppniseftirlitið að það færi gegn samkeppnislögum að ríkið greiddi ekki fyrir viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum eins og hjá geðlæknum. Þann úrskurð kærði heilbrigðisráðuneytið til áfrýjunarnefndar sem klofnaði í afstöðu sinni. Meirihlutinn ákvað þó að fella úrskurðinn úr gildi á þeim grundvelli að ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu gengju framar ákvæðum samkeppnislaga og því væri heilbrigðisráðherra heimilt að meta hvort gengið yrði til samninga við klínískra sálfræðinga. Þann úrskurð ógilti Héraðsdómur í dag. Halldór segir dóminn í dag einnig ákveðinn sigur fyrir sálfræðinga. Segir Halldór að ráðherra hafi haft alla möguleika til að semja en hafi valið með valdi sínu að sniðganga samkeppnislög. Slíku hafi sálfræðingar ekki getað unað. Halldór undirstrikar að sú lyfjameðferð sem geðlæknar hafa heimild til að veita en ekki sálfræðingar sé mjög mikilvæg og sálfræðingar eigi ekki í stríði við geðlækna. Hins vegar sætti sálfræðingar sig ekki við að gert sé upp á milli þeirrar þjónustu sem báðar stéttir veiti. Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Sálfræðingafélagsins, segist líta svo að með dómi Héraðsdóms í dag hafi úrskurður æðra stjórnvalds, þ.e. áfrýjunarnefndar samkeppnismála, verið ógiltur og því hljóti ákvörðun Samkeppniseftirlitisins að gilda. Því standi það upp á ráðuneytið að hefja viðræður við sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins nema ríkið ákveði að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Bendir Þórunn á að Samkeppniseftirlitið hafi gefið frá sér bindandi tilmæli í málinu sem þýði að ef ekki verði áfrýjað í málinu geti Samkeppniseftirlitið gripið til aðgerða eins og dagsekta til þess að koma ráðuneytinu að samningaborðinu. Að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort dómnum verður áfrýjað. Eftir eigi að fara vel yfir dóminn í ráðuneytinu og ákvörðunar um áfrýjun sé varla að vænta fyrr en eftir helgi. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Halldór Kr. Júlíusson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsins á hendur ríkinu og Samkeppniseftirlitinu mikinn sigur fyrir það fólk sem þurfi á þjónustu sálfræðinga að halda. Næsta eðlilega skref sé að heilbrigðisráðuneytið boði sálfræðinga til viðræðna um greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Héraðsdómur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem fellt hafði úr gildi úrskurð Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöldum bæri að semja við klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði vegna viðtalsmeðferða líkt og gert væri hjá geðlæknum. Taldi Samkeppniseftirlitið að það færi gegn samkeppnislögum að ríkið greiddi ekki fyrir viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum eins og hjá geðlæknum. Þann úrskurð kærði heilbrigðisráðuneytið til áfrýjunarnefndar sem klofnaði í afstöðu sinni. Meirihlutinn ákvað þó að fella úrskurðinn úr gildi á þeim grundvelli að ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu gengju framar ákvæðum samkeppnislaga og því væri heilbrigðisráðherra heimilt að meta hvort gengið yrði til samninga við klínískra sálfræðinga. Þann úrskurð ógilti Héraðsdómur í dag. Halldór segir dóminn í dag einnig ákveðinn sigur fyrir sálfræðinga. Segir Halldór að ráðherra hafi haft alla möguleika til að semja en hafi valið með valdi sínu að sniðganga samkeppnislög. Slíku hafi sálfræðingar ekki getað unað. Halldór undirstrikar að sú lyfjameðferð sem geðlæknar hafa heimild til að veita en ekki sálfræðingar sé mjög mikilvæg og sálfræðingar eigi ekki í stríði við geðlækna. Hins vegar sætti sálfræðingar sig ekki við að gert sé upp á milli þeirrar þjónustu sem báðar stéttir veiti. Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Sálfræðingafélagsins, segist líta svo að með dómi Héraðsdóms í dag hafi úrskurður æðra stjórnvalds, þ.e. áfrýjunarnefndar samkeppnismála, verið ógiltur og því hljóti ákvörðun Samkeppniseftirlitisins að gilda. Því standi það upp á ráðuneytið að hefja viðræður við sálfræðinga um greiðsluþátttöku ríkisins nema ríkið ákveði að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Bendir Þórunn á að Samkeppniseftirlitið hafi gefið frá sér bindandi tilmæli í málinu sem þýði að ef ekki verði áfrýjað í málinu geti Samkeppniseftirlitið gripið til aðgerða eins og dagsekta til þess að koma ráðuneytinu að samningaborðinu. Að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort dómnum verður áfrýjað. Eftir eigi að fara vel yfir dóminn í ráðuneytinu og ákvörðunar um áfrýjun sé varla að vænta fyrr en eftir helgi.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira