Innlent

Flugfreyjur vilja ræða þjónustubreytingar við stjórn Icelandair

Höskuldur Kári Schram skrifar
MYND/TJ

Flugfreyjufélag Íslands hefur óskað eftir viðræðum við stjórn Icelandair eftir félagið ákvað að fækka flugfreyjum um borð í vélum á leið til Bandaríkjanna úr fimm í fjórar. Formaður Flugfreyjufélagsins segir viðbúið að draga muni úr óskilgreindri þjónustu um borð. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að farþegar muni ekki finna fyrir breytingunum.

„Okkur finnst þessi fækkun það mikil að viljum fá að ræða það við stjórn fyrirtækisins," sagði Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að engin ósátt sé með breytingarnar heldur vilji félagið fyrst og fremst afla sér upplýsinga hvernig leysa eigi einstaka þjónustuþætti um borð. „Það er áfram verið að veita fólki sömu þjónustu með mat og drykk. Hins vegar er ljóst að það þarf að draga úr þessari óskilgreindu þjónustu."

Breytingarnar gengu í gegn í gær og framvegi munu því fjórar flugfreyjur þjóna farþegum og gæta öryggis um borð í stað fimm.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandari, sagði í samtali við Vísi að farþegar myndu ekki finna fyrir breytingunum. „Þetta er aðeins breytt vinnufyrirkomulag í tengslum við hagræðingaraðgerðir. Farþegar munu ekki finna fyrir þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×