Innlent

Hjólhýsi losnaði frá bíl í miðjum akstri

MYND/RE

Hjólhýsi skemmdist illa þegar það losnaði frá bíl í miðjum akstri á Vesturlandsvegi við Kjalarnes í dag. Engan sakaði í óhappinu.

Slysið átti sér stað um hálf fimmleytið í dag en að sögn lögreglunnar var mjög hvasst á svæðinu. Líklegt þykir að sterk vindhviða hafi feykt hjólhýsinu á hliðina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×