Innlent

Vinnuslys við Kárahnjúka

MYND/VG

Karlmaður slasaðist alvarlega við Kárahnjúka í nótt þegar vörubifreið sem hann var að vinna á valt. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum átti slysið sér stað um klukkan fjögur í nótt. Maðurinn, sem af erlendu bergi brotinn, var að vinna á vörbíl með krana þegar bíllinn valt með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Neskaupstað.

Að sögn vakthafandi læknis á sjúkrahúsinu á Neskaupstað er líðan mannsins stöðug og hann ekki talinn í lífshættu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×