Innlent

Securitas tekur við öryggisleit á Reykjavíkurflugvelli

Fulltrúar Securitas og Flugstoða ganga frá samningunum.
Fulltrúar Securitas og Flugstoða ganga frá samningunum. MYND/Flugstoðir

Öryggisfyrirtækið Securitas mun framvegis sjá um vopna- og öryggiseftirlit á Reykjavíkurflugvelli. Er þetta í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki er falin umsjón með öryggismálum á Reykjavíkurflugvelli.

Flugstoðir ofh. og Securitas hf. gengu frá samningi þessa efnis í dag. Samkvæmt honum mun Securitas framvegis sjá um vopna- og öryggisleit á flugvellinum en hingað til hefur að verið í höndum lögreglunnar.

Í fréttatilkynningu frá Securitas segir að farþegar í millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll munu ekki verða varir við neinar breytingar á vopnaleitinni.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að millilandaflug um Reykjavíkurflugvöll hafi farið vaxandi á síðustu árum. Bæði hafi farþegum sem og flugvélum fjölgað mikið. Á síðasta ári fóru rúmlega 33 þúsund millilandafarþegar um flugvöllinn og var það 28 prósent aukning frá fyrra ári. Á sama tíma fóru um 5 þúsund millilandaflugvélar um völlin sem var 17 prósent aukning milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×