Innlent

Mokveiði í Elliðavatni

Mokveiði hefur verið í Elliðavatni í dag og fiskurinn sjaldan litið jafn vel út. Opnað var fyrir veiði í vatninu í morgun og eru nú þegar fjölmargir byrjaðir að veiða. Veiðivörður segist aldrei hafa séð annað eins.

„Menn eru að koma með sjö til tíu fiska eftir klukkutíma," sagði Gunnar Kristjánsson, veiðivörður, í samtali við Vísi. „Menn sem hafa verið hérna í yfir 40 ár hafa aldrei séð annað eins. Fiskurinn er út um allt."

Að sögn Gunnars eru menn bæði veiða urriða og bleikju og fiskurinn vænn og spikfeitur. „Menn eru með bros út að eyrum. Fiskurinn er mjög vel haldinn."

Óvenju mikill hiti er í Elliðavatni miðað við árstíma og mælist vatnið um 9 gráður. Á sama tíma í fyrra mældist hiti í vatninu um 4 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×