Innlent

Slasaður ökumaður fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi

MYND/VG

Þyrla landhelgisgæslunnar, Steinríkur, lenti fyrir skömmu við Landspítalann í Fossvogi með ökumanninn sem slasaðist við bílveltu í Hrútafirði. Loka þurfti veginum við slysstað á meðan á björgunaraðgerðum stóð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blöndósi liggur ekki fyrir hvað olli því að bifreiðin, sem er vörubifreið með tengivagni, valt við brúnna við Brú í Hrútafirði. Töluverðan tíma tók að losa manninn úr bifreiðinni og eru meiðsl hans talin alvarleg.

Sjúkra- og lögreglubílar voru sendir frá Blöndósi á slysstað en einnig lögreglubílar frá Borgarfirði.

Loka þurfti þjóðvegi eitt við slysstað á meðan á björgunaraðgerðum stóð en vegurinn var opnaður aftur laust eftir klukkan hálf tvö.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×