Innlent

Vill treysta tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. MYND/365

Treysta þarf tengsl Vestur-Íslendinga við Ísland nútímans meðal annars með auknum viðskiptum. Þetta kom fram í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í Winnipeg í Kanada á föstudaginn.

Í ræðu sinni rakti frosetinn ítarlega þann árangur sem náðst hefur á síðustu tíu árum til að efla tengsl milli íslensku þjóðarinnar og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi.

Þá sagði forsetinn mikilvægasta verkefni framtíðarinnar væri að treysta tengsl Vestur-Íslendinga við Íslands nútímans. Beindi hann sjónum einkum að þremur sviðum. Í fyrsta lagi auknum viðstkiptatengslum. Í öðru lagi aukin menningarleg samskipti og þriðja lagi tækifæri á sviði vísinda og tækni.

Í heimsókn sinni til Winnipeg hefur forsetinn tekið þátt í fjölmörgum atburðum. Meðal annars flutti hann ræðu um þróun og sóknarfæri íslensks viðskiptalífs á morgunverðarfundi sem viðskiptaráð borgarinnar efndi til og svaraði þar fjölmörgum spurningum. Þá heimsótti forsetinn listasýningar og tónleika í tengslum við listahátíðina "Núna - Now" sem haldin er í Winnipeg. Hátíðn er liður í auknum samskiptum ungs listafólks frá Íslandi og í Vesturheimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×