Erlent

Starfsmenn Berlingske snúa aftur til vinnu

MYND/Pjetur

Starfsmenn á danska dagblaðinu Berlingske Tidende ákváðu í morgun að snúa aftur til vinnu en þeir lögðu niður vinnu í gær til þess að mótmæla sparnað í rekstri blaðsins.

Berlingske Officin, sem rekur meðal annars Berlingske Tidende og síðdegisblaðið B.T., tilkynnti í gær að til stæði að segja upp um 350 manns hjá blöðunum tveimur. Við þau tíðindi sagði aðalritstjóri Berlingske starfi sínu lausu og starfsmenn lögðu niður vinnu í mótmælaskyni.

Hins vegar féllust þeir á eftir fund í morgun að snúa aftur til vinnu gegn því að fá að funda með eigendum blaðsins. Berglingske Tidende berst því aftur til áskrifenda á morgun.

Hins vegar hafa starfsmenn B.T. ekki ákveðið hvort þeir vinni eitthvað í dag en fundur verður hjá þeim eftir hádegi þar sem málið verður rætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×