Innlent

Lundastofninn í Eyjum að hruni kominn

Lundinn í vanda
Lundinn í vanda MYND/Heiða Helgad.

Lundastofninn í Vestmannaeyjum hefur minnkað verulega á síðastliðnum árum vegna skorts á fæði. Þetta kom fram í máli Páls Marvins Jónssonar, forstöðumanns háskólasetursins í Eyjum, á Lundaráðstefnunni í Vestmannaeyjum. Allt bendir til þess að verulega muni draga úr lundaveiðum á næstu árum.

Frá þessu er greint á fréttavefnum Suðurland.is.

Samkvæmt fréttinni hefur á síðustu tveimur árum orðið brestur á nýliðun í lundastofninum og allt bendir til þess að aflabrestur verði þriðja árið í röð. Árið 2003 voru mældar rúmlega 1.500 lundapysjur í Eyjum en í fyrra voru þær aðeins 91. Auk þess sýna mælingar að pysjurnar eru talsvert léttari.

Haft er eftir Páli Marvin Jónssyni í frétt Suðurland.is að meginvandi lundans liggi í fæðuöflun. Stofn sandsíla, sem er fæðuuppistaða Lundans, hrundi fyrir tveimur árum og er nú nánast horfinn við Vestmannaeyjar.

Sjá má frétt Suðurland.is hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×