Innlent

VG fjórfaldar fylgið og fær tvo þingmenn í Suðurkjördæmi

Vinstri hreyfingin grænt framboð meira en fjórfaldar fylgi sitt í Suðurkjördæmi frá því í síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði á fylgi flokkanna í kjördæminu fyrir stöð 2.

Vinstri grænir fá 17,6% fylgi í könnuninni og tvo menn kjörna en flokkurinn hefur engan þingmann í suðurkjördæmi. Sjálfstæðisflokkur bætir lítillega við fylgið frá kosningunum 2003 og fær 30,4%. Framsóknarflokkurinn tapar 7% í fylgi og einum manni, þannig að Guðni Ágústsson færi einn á þing úr flokknum í kjördæminu. Frjálslyndir fá 6,3% og tapa manni samkvæmt könnuninni. Samfylking tapar rúmlega 4% fylgi og fær 25,4% í könnuninni og héldi sínum þremur mönnum. Þá fá Baráttusamtökin 1,5%.

Úratakið í könnun Félagsvísindastofnunar í Suðurkjördæmi var 800 manns og svarhlutfall 65%.

Í könnuninni var einnig spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 57% andvíg því að virkjað yrði, en 33% voru hlynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×