Innlent

Vilja að Landgræðsluskóli SÞ verði í Gunnarsholti

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur rætt þá hugmynd við utanríkisráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið að fyrirhugaður Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna hér á landi verði staðsettur í Gunnarsholti.

Fram kemur á fréttavefnum Suðurland.is um sé að ræða háskólastofnun um uppgræðslu og landbætur fyrir um þrjátíu útlendinga og bíður sveitarstjórnin eftir svari frá ráðuneytunum. Haft er eftir Erni Þórðarsyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, að á Gunnarsholti séu færustu sérfræðingar á sviði landgræðslu, rétt umhverfi og skólastofa til landgræðslu. Þá verði hægt að nýta húsnæðið að Akurhóli eftir að Götusmiðjan hverfi frá Gunnarsholti en hún hefur fengið vilyrði fyrir húsnæði að Efri-Brú í Grímsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×