Innlent

Reiði guðanna vinnur til verðlauna

Frá tökustað Bjólfskviðu.
Frá tökustað Bjólfskviðu.

Heimildarmyndin Reiði guðanna, sem Jóns Gústafsson leikstýrði og framleiddi, hlaut áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Oxford í Ohio sem fram fór um helgina.

Myndin fjallar um þau fjöldamörgu og erfiðu vandamál sem komu upp við tökur á Bjólfskviðu, myndar Sturlu Gunnarsson, hér á landi en tökulið og leikarar fengu meðal annars óblíðar móttökur frá veðurguðunum. Alls voru nærri 80 myndir frá 40 löndum sýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ohio en þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×