Innlent

Ólöglegt bingó á Austurvelli

Félagið Vantrú efnir til bingóspils á Austurvelli í dag, föstudaginn langa til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf. Verðlaun eru í boði og tekur félagið einnig við frjálsum framlögum sem renna eiga til góðgerðarmála.

Í löggjöf um helgidagafrið segir: „Á helgidögum er eftirfarandi starfsemi óheimil: Skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram." Því er ljóst að félagið Vantrú heldur bingósamkomu sína í trássi við landslög. Brot við þessum lögum geta varðað sektum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×