Innlent

Undirrita samning um réttindi fatlaðra

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Ísland var í hópi þeirra þjóða sem undirrituðu í dag samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðbótarbókun samningsins. Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd.

Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að fjölmenni á ráðstefnunni Mótum framtíð sem fram fór á Nordica-hóteli hafi fylgst með beinni sjónvarpútsendingu frá athöfninni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Samningurinn er sagður kveða á um raunverulegar réttarbætur þar sem hann skýri réttarstöðu fatlaðra og kveði skýrt á um rétt þeirra til að standa jafnfætis öðrum í samfélaginu.

Samninginn og viðauka hans má sjá á vef félagsmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×