Innlent

Vinstri grænir í mikilli sókn í NV-kjördæmi

Smellið á myndirnar til þess að sjá stærri útgáfur.
Smellið á myndirnar til þess að sjá stærri útgáfur. Grafík/Stöð 2

Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttastofu Stöðvar tvö, er Vinstri hreyfingin grænt framboð í mikilli sókn í Norðvesturkjördæmi og bætir við sig rúmum 12% frá síðustu kosningum. Aðrir flokkar tapa fylgi og Framsóknarflokkurinn mest, fer úr 22% fylgi í rúmlega 14%.

Fylgistap eða fylgisaukning flokkanna frá því í síðustu kosningum.Grafík/Stöð 2
.
Kosningahegðun greind eftir kyni.Grafík/Stöð 2
Einnig kemur í ljós að konur kjósa frekar Samfylkinguna og Vinstri græna og munar um 10% á fylgi hvors flokks meðal kynja. Karlar ætla hins vegar að kjósa Frjálslynda og Framsóknarflokkinn í meiri mæli en konur og munar þar 7-8%. Jafnast er hjá Sjálfstæðisflokknum en þar munar aðeins einu prósenti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×