Innlent

Telja einkavæðingu hafa komið sér illa

Smellið á myndina til þess að sjá stærri útgáfu af henni.
Smellið á myndina til þess að sjá stærri útgáfu af henni. Grafík/Stöð 2

Meirihluti íbúa Norðvesturkjördæmis telur að einkavæðing ríkisfyrirtækja hafi komið sér illa fyrir landsbyggðina, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2.

Fimmtíu og sjö prósent töldu hana hafa komið sér mjög eða frekar illa fyrir landsbyggðina, en tuttugu og sex prósent að hún hefði komið sér mjög eða frekar vel. Ef einungis er teknir þeir sem tóku ákveðna afstöðu, töldu sjö af hverjum tíu að einkavæðing undanfarinna ára hefði komið landsbyggðinni illa, en þrír af hverju tíu töldu hana hafa komið sér vel.

Úrtakið var áttahundruð manns í Norðvesturkjördæmi og nettósvarhlutfall sextíu og tvö prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×