Innlent

Ausandi rigning á Mallorca

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn en eins og greint var frá í gær fóru 19 töskur til Kanaríeyja í stað Mallorca.

Rignt hefur hressilega á sólareyjunni í dag og ljóst að völlurinn verður vel blautur í kvöld, nokkuð sem íslenskir knattspyrnumenn þekkja vel.

Leikurinn hefst kl. 20.00 að íslenskum tíma eða klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitum kl. 19.30. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari ætlar að bíða með það eins lengi og unnt er að tilkynna byrjunarliðið samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×