Innlent

Ný verslun í húsnæðinu við Holtagarða

Verslunarhúsnæðið við Holtagarða, sem í röskan áratug var í sænsku fánalitum IKEA, gengur í endurnýjun lífdaga fyrir næstu jólavertíð. Þar verður tuttugu þúsund fermetra versluanakjarni með allt frá mat til húsgagna.

Stærsta fasteignafélag landsins, Stoðir, á húsið og þegar er byrjað að rífa og breyta. Talið er að breytingarnar kosti um tvo milljarða. Átta til tíu stórar verslanir verða í húsinu, meðal annars Hagkaup, á stærð við verslunina í Smáralind. Þá verða þarna seld föt, raftæki, húsgögn og áfram verður í húsinu Vínbúðin og Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×