Innlent

Stjórnarformaður Nýsis gagnrýnir stjórn HR fyrir úthlutun á skólabyggingu í Vatnsmýri

Stjórnarformaður fasteignafélagsins Nýsis gagnrýnir harðlega að stjórn Háskólans í Reykjavík skuli hafa samið við eignarhaldsfélagið Fasteignir um að það taki að sér byggingu, fjármögnun og eignarhald væntanlegra skólabygginga við Hlíðarfót í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Stjórnarformaðurinn, Stefán Þórarinsson segir málið reginhneyksli og vinnubrögðin ekki til að sætta sig við þau. Hann bendir á að fyrirtækið Fasteign sem er stýrt og stjórnað af Glitni hafi fengið verkið en forstjóri Glitnis sé einmitt formaður stjórnar HR. Stefán staðfestir þó í Viðskipablaðinu að viðræður hafi átt sér stað á milli Hr og Nýsis vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×