Innlent

Fyrsta verkið í Sundabraut boðið út

Rannsóknaboranir vegna jarðganga undir sundið milli Klepps og Gufuness eru að hefjast. Þetta er fyrsta verkefnið sem boðið er út vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar.

Lengi vel var gert ráð fyrir að þessi fyrsti áfangi Sundabrautar yrði leystur með brú en nú hallast menn fremur að því að leiðin milli Gufuness og Klepps verði tengd með jarðgöngum. En fyrst þarf að kanna hvort jarðlögin leyfi að grafin verði göng undir sundið og hvað þau muni kosta. Þessvegna verða holur boraðar undir hafsbotninn en einnig í jarðlög á landi því meiningin er að göngin liggi undir Sæbraut og nái alla leið í Laugarnes. Tilboð í rannsóknarborunina voruð opnuð í síðustu viku. Tveir aðilar buðu í verkið og átti fyrirtækið Alvarr lægra boðið, upp á 19 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að borunum ljúki í sumar og rannsóknarniðurstöður liggi fyrir í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×