Innlent

Þróunarsjóður fyrir innflytjendur

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra kynnti í dag stofnun Þróunarsjóðs, sem mun styrkja verkefni til aðlögunar innflytjenda að íslensku samfélagi. Umsýsla sjóðsins verður í höndum Háskólaseturs á Ísafirði.

Það fara 10 milljónir í þennan sjóð árlega en innflytjendaráð mun halda utan um hann og meta umsóknir í sjóðinn. Félagsmálaráðherra segir að styrkt verði verkefni sem stuðli að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi en auk þess verður eitt stöðugildi við Háskólasetur á Ísafirði fjármagnað. Upplýsingafulltri fyrir einnflytjendur verður einnig ráðinn að Fjölmenningarsetrinu vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×