Innlent

Vill prófa steinsteyptar götur í Reykjavík

Ástæða er til að kanna hvort steinsteyptar götur dragi úr svifryksmengun, segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, sem hvetur til þess að Reykjavíkurborg steypi götukafla í tilraunaskyni.

Svifryksmengun frá götum er talin ein versta ógnin gagnvart heilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins. Íbúarnir anda efnunum að sér sem umferðin þeytir upp í loftið af götunum.

Kjartan segir marga sérfræðinga telja að steinsteyptar götur valdi minna svifryki en malbikaðar. Hann flutti tillögu sem samþykkt var í borgarstjórn árið 2000 um að kanna kosti þess að steypa götur.

Þrátt fyrir samþykkt tillögunnar hefur ekkert verið gert í málinu en nú, með nýjum valdhöfum, gerir Kjartan sér vonir um að ráðist verði í tilraunina.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×