Innlent

Velferðarmál skipta fólk mestu

Umhverfismál, sem hvað efst hafa verið á baugi í aðdraganda þingkosninganna í vor, eru í fjórða sæti yfir mikilvægustu kosningamálin í vor, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

Aðspurðum var gefinn kostur á að velja sex málaflokka eftir mikilvægi, og kemur þessi niðurstaða sjálfsagt mörgum á óvart. Efst á blaði eru velferðarmál, næst efnahagsmál og í þriðja sæti skattamál, eða málaflokkar sem snerta fjárhag einstaklinga beint.

Umhverfismálin eru svo í fjórða sæti, fiskveiðimál, sem almenningur telur sig vart geta haft áhrif á lengur ,í því fimmta og Evrópumál, sem almenningur hefur sýnt lítinn áhugaá, í sjötta sætinu. Þessir þrír síðustu málaflokkar snerta ekki fjárhag einstaklinga frá degi til dags, eða frá mánaðamótum til mánaðamóta, eins og þrír fyrri flokkarnir gera ótvírætt.

Það virðist því ekki vera samræmi með opinberri tjáningu fólks annarsvegar, og nafnlausri og leynilegri tjáningu þess í skoðanakönnunum hinsvegar. Hringt var í 800 manns og tóku 94 prósent afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×