Innlent

Kvikmynda- og vídóverk í Sláturhúsinu og víðar

Alþjóðlega kvikmynda- og vídeólistahátíðin var sett á Egilsstöðum í gærkvöldi. Hátíðin stendur yfir í viku eða fram á næsta laugardag.

Soffía Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs setti hátíðina, en á henni verða sýnd fjölmörg kvikmynda og vídeóverk eftir innlenda og erlenda listamenn, meðal annarra Rúrí og Finnboga Pétursson.

Við setninguna í gær fékk Angela Ellsworth viðurkenningu fyrir besta erlenda verkið, sem kallast Hot Air og Helena Stefánsdóttir fyrir besta íslenska verkið, Anna. Dagskrá hátíðarinnar fer fram á fjölmörgum stöðum á Egilsstöðum, meðal annars í Sláturhúsinu, Te og kaffi og í framhaldsskólanum.

Upplýsingar um dagskrána eru á www.700 punktur is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×