Erlent

Samherjar leggja á ráðin gegn Mugabe

Robert Mugabe
Robert Mugabe AFP

Samstarfsmenn Roberts Mugabe, forseta Simbabve, í Zanu-flokknum hafa lagt á ráðin með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um að koma Mugabe frá völdum sem allra fyrst. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum í MDC-flokknum, flokki Morgan Tsvangirai.

Mugabe hefur ráðið lögum og lofum í Simbabve í meira en aldarfjórðung en hratt hefur fjarað undan honum undanfarið, aðallega vegna þess að kreppa ríkir í landinu með yfir 1700 prósenta verðbólgu og 80 prósenta atvinnuleysi. Mugabe hefur með skipulögðum hætti reynt að berja niður alla stjórnarandstöðu, lét til að mynda handtaka nokkra leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrr í mánuðinum og beita þá ofbeldi og harðræði í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×