Innlent

Vopnað rán í 10-11

Vopnað rán var framið í verslun 10 11 við Setberg í Hafnarfirði í nótt. Ránið var tilkynnt um hálf þrjú. Einn maður með sólgleraugu gekk inn í búðina í nótt og á eftir honum komu tveir menn með lambúshettur fyrir andlitinu. Þeir ógnuðu starfsmanni um tvítugt með dúkahníf, þvinguðu hann til að opna tvo peningakassa og stálu sígarettum.

Mennirnir hurfu síðan á braut en lögregla náði þeim skömmu síðar. Ránsfengurinn er nú í höndum lögreglu og mennirnir þrír, sem allir eru um tvítugt, eru í haldi lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×