Innlent

Alvarlegt vinnuslys

Mynd/Vísir

Alvarlegt vinnuslys varð í álverinu á Grundartanga rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Slysið varð utan við einn kerskála álversins þegar stórum lyftara var ekið á starfsmann sem var þar á gangi. Aðkoman að slysinu var mjög ljót að sögn lögreglu en maðurinn missti annan fótinn í slysinu. Hann var fluttur með þyrlu á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann gengst nú undir aðgerð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×