Innlent

Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt á landsfundi Samfylkingarinnar

Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt
Mona Sahlin og Helle Thorning-Schmidt

Mona Sahlin nýkjörinn formaður sænska jafnaðarmannaflokksins og Helle Thorning Schmidt formaður danska jafnaðarmannaflokksins hafa þegið boð um að verða heiðursgestir á landsfundi Samfylkingarinnar í apríl, að því er segir í tilkynningu frá flokknum.

Þær ávarpa landsfundinn á setningardaginn. Kjör Monu Sahlin markaði þau tímamót að konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta formanna norrænu jafnaðarflokkanna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Helle Thorning Schmidt voru heiðursgestir á aukalandsfundi sænska jafnaðarmannaflokksins um síðustu helgi og árnuðu hinum nýkjörna formanni heilla.

Mona Sahlin er fyrsta konan í 118 ára sögu sænska jafnaðaflokksins sem gegnir stöðu formanns flokksins. Hún er fimmtug og gegndi ýmsum ráðherraembættum fyrir flokkinn á árunum 1990 til 2006.

Helle Thorning-Schmidt var kjörinn formaður danska jafnaðarmannaflokksins árið 2005. Hún er fertug og fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu. Bæði Mona og Helle Thorning stefna að því að verða fyrstu konurnar til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×