Innlent

Eldur í bensínstöð

Rétt fyrir sex í kvöld kviknaði í þaki söluskála Olís á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðarbyggðar kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn. Iðnaðarmenn voru að klæða þak hússins þegar eldurinn blossaði upp. Litlar skemmdir urðu vegna eldsins en viðbúið er að einhverjar skemmdir hafi orðið vegna reyks og vatns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×