Innlent

Enn snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Vegagerðin varar við hvassviðri á Snæfellsnesi og á Holtavörðuheiði en segir aðalleiðir á á Suður- og Vesturlandi víðast auðar. Þá varar Vegagerðin við snjóflóðahættu í Óshlíð og eins milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Fólk er því beðið að fara ekki þar um að nauðsynjalausu. Á sunanverðum Vestfjörðum er víða hálka, það er skafrenningur og hálka á Steingrímsfjarðarheiði en Eyrarfjall er ófært. Þá er verið að opna Lágheiði en vegir á Norður- og Austurlandi eru auðir á láglendi þótt sums staðar sé einhver hálka á fjallvegum. Enn fremur er sandfok vestan við Hvalnes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×