Innlent

Hyggjast styrkja sjóvarnagarða í Vesturbænum

MYND/Heiða

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar undirbýr að styrkja sjóvarnagarða við Ánanaust og Eiðisgranda í vesturbæ Reykjavíkur vegna þess að sjór hefur þar ítrekað gengið á land.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá framkvæmdasviði stendur til að hækka varnargarðinn um einn metra. Að jafnaði hefur sjór gengið á land á þessum stað á um fimm ára fresti en að undanförnu hefur það gerst oftar, nú síðast í gærkvöld þar sem saman fóru háflóð og mikil ölduhæð úti fyrir ströndinni í vestlægri átt. Á einum stað rofnaði sjóvarnargarðurinn og vinna starfsmenn framkvæmdasviðs að því að fylla með grjóti í skarðið. Áætlað er að þeir ljúki verkinu fyrir kvöldflóðið sem nær hámarki um klukkan níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×