Jón Steinar segist engar siðareglur hafa brotið 21. mars 2007 19:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. Fyrir Héraðsdómi á mánudag sagði Ingibjörg að Jón Steinar, sem áður var lögmaður hennar, hefði sagt sér að ástæða þess að hann hefði tekið að sér að reka mál Jóns Geralda Sullenberger gegn Baugi hafi verið sökum mikils þrýsting frá svo mörgum mönnum. Í yfirlýsingu frá Jóni Steinari segir hann Ingibjörgu segja ósatt. Hann hafi ekki orðið fyrir nokkrum þrýstingi. Barst fjölmiðlum þá yfirlýsing frá Ingibjörgu, þar sem hún ítrekar orð sín í réttarsal og segir að sér hafi sárnað að lögmaður sinn, Jón Steinar, sem gegndi trúnaðarstarfi fyrir hana og hún taldi sig geta treyst, skyldi á sama tíma afhenda lögreglu gögn og borið fram kæru Jóns Geralds á hendur Jóni Ásgeiri. Í siðareglum lögmanna segir að Lögmaður megi ekki fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli, þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. Að lögmaður skuli jafnframt varast að taka að sér nýjan skjólstæðing, ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fái ekki samrýmst eða hætta geti verið á slíku. Jón Steinar segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur þegar hann tók að sér málarekstur fyrir Jón Gerald. Ingibjörg hafi leitað til sín með ákveðin verkefni sem hann hefði að langmestu leiti lokið þegar þetta var. Ekki hafi veriðum að ræða föst viðskipti þeirra á milli. Þá segist Jón Steinar ekki sjá hvaða tengsl Ingibjörg hafi við Baug sem gætu valdið árekstrum Ingibjörg segir í yfirlýsingu sinni að síðustu skilaboð Jóns Steinars til hennar hafa komið frá systur hennar Lilju, sem bar henni þau orð Jóns Steinars að þennan raft, Jón Ásgeir, skyldi hún losa mig við sem fyrst. Við það segist Jón Steinar ekki kannast. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur Lögmannafélags Íslands. Jón Steinar vann lögmannsstörf fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur, sambýliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og tók svo að sér málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger gegn Baugi. Fyrir Héraðsdómi á mánudag sagði Ingibjörg að Jón Steinar, sem áður var lögmaður hennar, hefði sagt sér að ástæða þess að hann hefði tekið að sér að reka mál Jóns Geralda Sullenberger gegn Baugi hafi verið sökum mikils þrýsting frá svo mörgum mönnum. Í yfirlýsingu frá Jóni Steinari segir hann Ingibjörgu segja ósatt. Hann hafi ekki orðið fyrir nokkrum þrýstingi. Barst fjölmiðlum þá yfirlýsing frá Ingibjörgu, þar sem hún ítrekar orð sín í réttarsal og segir að sér hafi sárnað að lögmaður sinn, Jón Steinar, sem gegndi trúnaðarstarfi fyrir hana og hún taldi sig geta treyst, skyldi á sama tíma afhenda lögreglu gögn og borið fram kæru Jóns Geralds á hendur Jóni Ásgeiri. Í siðareglum lögmanna segir að Lögmaður megi ekki fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli, þegar hagsmunir þeirra eru andstæðir eða veruleg hætta er á slíku. Að lögmaður skuli jafnframt varast að taka að sér nýjan skjólstæðing, ef hagsmunir hans og þeirra skjólstæðinga lögmannsins, sem fyrir eru, fái ekki samrýmst eða hætta geti verið á slíku. Jón Steinar segir af og frá að hann hafi brotið siðareglur þegar hann tók að sér málarekstur fyrir Jón Gerald. Ingibjörg hafi leitað til sín með ákveðin verkefni sem hann hefði að langmestu leiti lokið þegar þetta var. Ekki hafi veriðum að ræða föst viðskipti þeirra á milli. Þá segist Jón Steinar ekki sjá hvaða tengsl Ingibjörg hafi við Baug sem gætu valdið árekstrum Ingibjörg segir í yfirlýsingu sinni að síðustu skilaboð Jóns Steinars til hennar hafa komið frá systur hennar Lilju, sem bar henni þau orð Jóns Steinars að þennan raft, Jón Ásgeir, skyldi hún losa mig við sem fyrst. Við það segist Jón Steinar ekki kannast.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira