Innlent

Aldrei fór ég suður

Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar - verður haldin í fjórða sinn á Ísafirði um páskahelgina. Helstu breytingar frá hátíðarhöldunum í fyrra eru að þær að atriðum hefur fjölgað um nær helming og munu nú spanna tvo daga.

Hátíðin er um margt frábrugðin flestum öðrum tónlistarhátíðum sem haldnar eru á Íslandi. Hún er til dæmis haldin langt fyrir utan höfuðborgarsvæðið sem þýðir að útvega þarf flutning og gistingu fyrir hátt í hundrað tónlistarmenn. Allir hafa þessir tónlistarmenn gefið vinnu sína og aðgangur á hátíðina hefur alla tíð verið ókeypis.

Hátíðin virðist ætla að sprengja allt utan af sér, en um 120 umsóknir bárust frá listamönnum sem buðust til að skemmta. Mun færri eru útvaldir, en fjörutíu atriði verða á hátíðinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×